Innheimta
Launagreiðanda ber að halda eftir iðgjöldum starfsmanna sinna og standa sjóðnum skil á þeim mánaðarlega ásamt eigin iðgjaldahluta. Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar. Eigi greiðsla sér ekki stað innan þess mánaðar, skal innheimta vanskilavexti þá sem Seðlabanki Íslands heimilar innlánsstofnunum hæsta að taka, frá gjalddaga til greiðsludags.
Launagreiðendum og sjálfstæðum atvinnurekendum ber að tilkynna lífeyrissjóðnum ef þeim ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra hafa látið af störfum.
Innheimtuferli
Reglur lífeyrissjóðsins segja til um að gjalddagi iðgjalda sé 10. dagur næsta mánaðar, en eindagi síðasti dagur þess mánaðar. Innheimtuferli hefst ef iðgjöld eru ekki greidd á eindaga. Launagreiðendur þurfa að bregðast fljótt við þeim innheimtubréfum sem þeim eru send svo komist verði hjá lögfræðiinnheimtu og þeim kostnaði sem slíku fylgir.